Jón fékk jafnréttisbakpoka frá Árna

Jón Kristjánsson tekur við lyklum og bakpoka frá Árna Magnússyni.
Jón Kristjánsson tekur við lyklum og bakpoka frá Árna Magnússyni. mbl.is/RAX

Ráðherrar, sem tóku við nýjum embættum á ríkisráðsfundi í dag, tóku um hádegið við lyklum úr hendi fyrirrennara sinna. Jón Kristjánsson afhenti Siv Friðleifsdóttur lyklana að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og tók síðan sjálfur við lyklunum að félagsmálaráðuneytinu frá Árna Magnússyni. Auk lyklanna afhenti Árni Jóni forláta bakpoka, sem hann sagði vera gjöf frá danska jafnréttisráðherranum.

„Pokinn er merktur Minister for ligestilling, og ég við fá að afhenda þér hann með táknrænum hætti og biðja þig um að passa upp á jafnréttismálin," sagði Árni. Jón tók þakklátur við pokanum og sagðist geta notað hann sem sundpoka.

Áður afhenti Jón Siv Friðleifsdóttur lyklana að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og sagði við það tækifæri, að mjög góður andi væri í ráðuneytinu og hann vonaðist til að hún ætti þar góða og árangursríka vist. Hann útskýrði síðan lyklana fyrir Siv, sem sagði: „Þú hljómar eins og pabbi." Hún sagðist síðan vita að hún tæki við góðu búi og hún myndi reyna að halda áfram á þeirri góðu braut sem Jón hefði markað.

Jón Kristjánsson afhendir Siv Friðleifsdóttir lyklana að heilbrigðisráðuneytinu.
Jón Kristjánsson afhendir Siv Friðleifsdóttir lyklana að heilbrigðisráðuneytinu. mbl.is/RAX
Árni Magnússon gegnur úr úr félagsmálaráðuneytinu en hann sagði af …
Árni Magnússon gegnur úr úr félagsmálaráðuneytinu en hann sagði af sér embætti í dag. RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert