Eldsneytisverð hækkar

Olíufélög hafa hækkað verð á eldsneyti í gær og í dag. Lítrinn af bensíni kostar nú almennt 114,90 til 115 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum þremur og lítrinn af dísilolíu 113 krónur. Ástæðan fyrir verðhækkuninni er sögð hækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti og staða krónunnar gagnvart Bandaríkjadal.

Verð á eldsneyti hefur ekki hækkað hjá Orkunni og Atlantsolíu. Hjá Orkunni kostar bensínlítrinn 111,60 krónur og dísilolíulítri 110,60 krónur. Hjá Atlantsolíu kostar bensín 111,70 krónur lítrinn og dísilolía 110,80 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert