Rannsóknarstofnun danska landbúnaðarins tilkynnti í morgun að níu endur, sem fundust dauðar í Ærøskøbing á eyjunni Ærø, sunnan við Fjón, í síðustu viku hafi verið smitaðar af H5 fuglaflensuveiru. Áður hafði músvákur, sem fannst dauður á Svinøströnd við Næstved á Sjálandi, greinst með H5N1 fuglaflensuveiru.
Ekki er ljóst hvor fuglarnir, sem fundust á Ærø, höfðu smitast af H5N1 veirunni, sem er hættulegasta afbrigði veirunnar og getur borist í menn.