South Park nær hefndum gagnvart Isaac Hayes

Isaac Hayes sá um að raddsetja persónu Chef sl. 10 …
Isaac Hayes sá um að raddsetja persónu Chef sl. 10 ár. AP

South Park hefur náð hefndum gagnvart Isaac Hayes með því að breyta persónunni sem hann talaði fyrir, Chef, í barnaníðing og drepa hann svo. Fyrsti þáttur 10. South Park seríunnar, sem var sýndur í Bandaríkjunum í gær, virðist hafa verið ádeila á Vísindatrú.

Hayes, sem aðhyllist Vísindatrú, vildi ekkert með þáttinn gera eftir að grín var gert að trúnni.

Í nýja þættinum er Chef heilaþveginn af „Ofurævintýra félaginu“ (e. Super Adventure Club), en talið er að verið sé að vísa til Vísindatrúar með þessu.

Hinar persónur þáttarins eru ósáttar með það að félagið sé að rugla í höfðinu á Chef.

Hayes tók ekki þátt í gerð þáttarins, en svo virðist sem að setningar Chef í þættinum hafi verið klipptar og límdar saman frá fyrri upptökum sem Hayes hefur gert fyrir þáttinn.

Chef kemur í bæinn eftir að hafa ferðast um heiminn með Ofurævintýra félaginu og hann segir ítrekað við börnin að hann vilji njóta ásta með þeim.

Börnin fara hinsvegar með Chef til sálfræðings og síðan á súlustað, en þar áttar hann sig á því hvað hann elskar konur mikið og í kjölfarið læknast hann.

Ekki líður á löngu þar til Ofurævintýra félagið heilaþvær Chef á ný áður en að hann fellur fram af brú, brennist, er stunginn og étinn af ljóni og grábirni.

Við jarðarför Chef segir eitt barnanna: „Mörg okkar eru ekki sammála þeim ákvörðunum sem Chef hefur tekið undanfarna daga. Sum okkar eru sár og ringluð yfir því að svo virðist sem að hann hafi snúið bakinu við okkur. En við getum ekki látið atburði síðustu vikna taka frá okkur minningarnar um það hvernig Chef kom okkur til þess að brosa.“

Fréttavefur BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir