Alfreð Gíslason tilkynnti í hádegi fyrsta landsliðshópinn sem hann velur eftir að hann tók við starfi landsliðsþjálfara í handknattleik karla fyrir skömmu. Hann valdi 20 leikmenn sem verða í æfingabúðum í Magdeburg í Þýskalandi 10. til 17. apríl. Þá verða fyrstu skrefin í undirbúningi landsliðsins tekin fyrir leikina við Svía í júní, en þeir skera úr um hvor þjóðin tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í byrjun næsta árs. Mesta athygli vakti að Alfreð valdi m.a. Einar Örn Jónsson, Ragnar Óskarsson og Sverri Björnsson, en þeir hafa ekki átt sæti í landsliðinu undanfarin ár. Þá koma Jaliesky Garcia, Markús Máni Michaelsson og Logi Geirsson inn í landsliðið á nýjan leik eftir að hafa misst af EM í Sviss vegna meiðsla.
Alfreð sagði á blaðamannfundi þegar landsliðið var tilkynnt að þetta væri sá hópur sem hann ætlaði sér með í leikina við Svía. Hann hefði kosið að velja fjölmennan hóp að þessu sinni til þess að átta sig vel hvar leikmenn standa fyrir verkefni stóra í júní. Markverðir: