Ungir múslimar koma í veg fyrir skopmyndasýningu í París

Mikil reiði greip um sig þegar birtar voru skopmyndir af …
Mikil reiði greip um sig þegar birtar voru skopmyndir af Múhameð spámanni

Ungir múslimar í Frakklandi hafa neytt kaffihúsaeiganda til þess að hætta við sýningu á skopmyndum á kaffihúsi sínu. Um 50 teikningar eftir fræga franska skopmyndateiknara er að ræða. Tengjast þær allar trúarbrögðum, meðal annars islam sem og öðrum trúarbrögðum, en engin þeirra er skopmynd af Múhameð spámanni líkt og þær myndir sem Jótlandspósturinn birti í september á síðasta ári og valdið hafa mikilli úlfúð meðal múslima víða um heim.

Heiti sýningarinnar, sem byrjað var að stilla upp á Mer a Boire kaffihúsinu, er „Hvorki Guð né Guð". Samkvæmt einum eiganda kaffihússins breyttist viðhorf nágranna mjög þegar myndirnar voru settar upp, en Belleville telst innflytjandahverfi og er mikil fátækt meðal margra íbúa þess. Til að mynda var starfsfólk á kaffihúsinu vant því að gefa strákahóp, á aldrinum 10-12 ára, vatn að drekka þegar þeir voru í fótbolta fyrir utan kaffihúsið. Nú brá svo við að strákarnir helltu vatninu á gólf kaffihússins og ásakaði starfsfólkið um að vera kynþáttahatarar. Eins hafi fleiri múslimar haft samband við kaffihúsaeigendurna og sagt þeim að ef þeir myndu ekki taka myndirnar niður þá yrði kaffihúsið eldi að bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert