Opið í Bláfjöllum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum.

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag frá kl. 10 til 18. Opið verður í Kóngsgili, báðar stólalyfturnar og kaðallyftan Patti broddgöltur við Bláfjallaskála. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki í Bláfjöllum er hið besta veður, norðaustan hægviðri, sólskin og 8 stiga frost.

Búið er að ýta og keyra snjó í kaðallyftuna við Bláfjallaskála og Norðurleiðina um Öxlina auk þess sem Kóngsgilið sjálft er opið.

Bent er á að skíðafæri er hart og skíðaleiðir mjórri en venjulega svo fólki er sérstaklega bent á að fara varlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert