Flugvél nauðlenti í Mosfellsdal

Frá slysstað í kvöld
Frá slysstað í kvöld mbl.is/Júlíus

Þrír voru flutt­ir á slysa­deild eft­ir að flug­vél sem þeir voru í nauðlenti Í Mos­fells­dal, á túni við bæ­inn Víði við Þing­valla­veg. Menn­irn­ir voru flutt­ir á slysa­deild til skoðunar eru lítið sem ekk­ert slasaðir, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Nauðlend­ing­in átti sér stað klukk­an 20:20 í kvöld en um fjög­urra sæta flug­vél af gerðinni Cherokee er að ræða. Vél­in, sem er eins hreyf­ils, var að koma frá Vest­manna­eyj­um á leið til Reykja­vík­ur. Gangtrufl­an­ir í vél­inni urðu til þess að flugmaður­inn sá þann kost vænst­an að lenda vél­inni en í lend­ing­unni brotnaði nef­hjól vél­ar­inn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Flug­mála­stjórn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliði er dælu­bíll enn á slysstaðnum og er von á Rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa á staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert