Flugvél nauðlenti í Mosfellsdal

Frá slysstað í kvöld
Frá slysstað í kvöld mbl.is/Júlíus

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að flugvél sem þeir voru í nauðlenti Í Mosfellsdal, á túni við bæinn Víði við Þingvallaveg. Mennirnir voru fluttir á slysadeild til skoðunar eru lítið sem ekkert slasaðir, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Nauðlendingin átti sér stað klukkan 20:20 í kvöld en um fjögurra sæta flugvél af gerðinni Cherokee er að ræða. Vélin, sem er eins hreyfils, var að koma frá Vestmannaeyjum á leið til Reykjavíkur. Gangtruflanir í vélinni urðu til þess að flugmaðurinn sá þann kost vænstan að lenda vélinni en í lendingunni brotnaði nefhjól vélarinnar, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er dælubíll enn á slysstaðnum og er von á Rannsóknarnefnd flugslysa á staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert