Íranska ríkissjónvarpið flutti í gær fréttir af tilraunaskoti íranska hersins á tundurskeyti sem þeir segja það hraðasta í heimi. Tundurskeytið geti grandað hvaða herskipi sem er því ekkert skip komist undan því. Í Íran fara nú fram svokallaðir „stríðsleikar hins heilaga spámanns“ og sýnir herinn þar mátt sinn og megin.
Mikil deila hefur staðið milli vestrænna ríkja og Írans vegna kjarnorkuáætlunar landsins og auðgun úrans þar. Óttast leiðtogar Vesturlanda að Íranar séu að koma sér upp kjarnavopnum.