Íranar prufukeyra „hraðasta tundurskeyti í heimi“

00:00
00:00

Íranska rík­is­sjón­varpið flutti í gær frétt­ir af til­rauna­skoti ír­anska hers­ins á tund­ur­skeyti sem þeir segja það hraðasta í heimi. Tund­ur­skeytið geti grandað hvaða her­skipi sem er því ekk­ert skip kom­ist und­an því. Í Íran fara nú fram svo­kallaðir „stríðsleik­ar hins heil­aga spá­manns“ og sýn­ir her­inn þar mátt sinn og meg­in.

Mik­il deila hef­ur staðið milli vest­rænna ríkja og Írans vegna kjarn­orku­áætlun­ar lands­ins og auðgun úr­ans þar. Ótt­ast leiðtog­ar Vest­ur­landa að Íran­ar séu að koma sér upp kjarna­vopn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert