Byggt yfir bergnámu í Öskjuhlíðinni

Keiluhöllin stækkar við sig og byggir yfir gamla bergnámu í …
Keiluhöllin stækkar við sig og byggir yfir gamla bergnámu í Öskjuhlíðinni. mbl.is/Júlíus

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Öskjuhlíðinni á vegum Keiluhallarinnar. Byggt verður yfir gömlu bergnámuna sem notuð var eftir aldamótin 1900 við gerð landfyllingar við Reykjavíkurhöfn. Nú ætlar Keiluhöllin að byggja yfir bergnámuna þannig að námuveggurinn verði einn af útveggjum viðbyggingar.

Að sögn Rúnars Fjeldsted, framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar, mun veggurinn koma til með að verða mikið augnakonfekt. Regnvatn sem fellur á Öskjuhlíðina mun seytla af sjálfsdáðum út um upplýstan vegginn en þegar hann var háþrýstiveginn komu sérstæðir litir í ljós í berginu. Hann telur að þetta sé í fyrsta sinn sem einkaaðili „byggi yfir náttúruna“ eins og hann orðar það. Í þessari viðbyggingu Keiluhallarinnar verða tvær hæðir hvor um sig 300 fermetrar en tilgangurinn er að fjölga keilubrautum og stækka veitingastofuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert