Kvikmyndin Da Vinci lykillinn í uppnámi vegna hárgreiðslu Tom Hanks

Hanks með Koizumi.
Hanks með Koizumi. Reuters

Kvik­mynd­in eft­ir met­sölu­bók­inni Da Vinci lyk­ill­inn er nú í upp­námi vegna þess að gest­ir á for­sýn­ing­um sögðust ekki þola hár­greiðsluna á Tom Hanks í mynd­inni. Hanks lét sér vaxa langa lokka áður en hann tók að sér hlut­vek Roberts Lang­dons, en gest­ir á for­sýn­ing­un­um, sem haldn­ar voru til að kanna viðbrögð áhorf­enda við mynd­inni, tjáðu fram­leiðend­um að allt þetta hár á Hanks - sem venju­lega er stutt­hærður - væri veru­lega frá­hrind­andi.

Breska blaðið The Sun hef­ur eft­ir inn­an­búðar­manni hjá Colomb­ia Pict­ur­es: „Það er mikið talað um hárið. En það er of seint að breyta því.“ Hanks sagði fyr­ir skemmstu, er hann hitti að máli Juni­hiro Koizumi, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, að hann hafi tekið for­sæt­is­ráðherr­ann sé til fyr­ir­mynd­ar hvað hár­greiðslu varðaði.

Fyr­ir­hugað var að frum­sýna mynd­ina í næsta mánuði, en nú hafa fram­leiðend­urn­ir af því mikl­ar áhyggj­ur að klipp­ing­in á Hanks fæli áhorf­end­ur, einkum þá yngri, frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Breytingar geta sett allt á hvolf, en þú hefur gott af þeim. Heilbrigð skoðanaskipti eru af hinu góða og sá er vinur sem til vamms segir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Breytingar geta sett allt á hvolf, en þú hefur gott af þeim. Heilbrigð skoðanaskipti eru af hinu góða og sá er vinur sem til vamms segir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir