Górillustrákurinn Enzo var sýndur opinberlega í dýragarðinum í Kolmarden skammt frá Norrköping í Svíþjóð í dag en Enzo, sem er 19 daga gamall, er fyrsti górilluunginn sem kemur í heiminn í dýragarði á Norðurlöndum. Enzo hefur að vonum vakið mikla athygli í Svíþjóð og var fjöldi fréttamanna og annarra gesta viðstaddur þegar starfsmenn dýragarðsins sýndi ungann.
Foreldrar Enzo heita Naomi, sem er 12 ára, og Efata, 24 ára. Enzo fæddist 1. apríl og um tíma var tvísýnt um líf hans og hann var tekinn frá foreldrum sínum þegar í ljós kom að móðirin mjólkaði ekki. Hann var hins vegar hinn sprækasti í dag.