Ný Star Trek kvikmynd mun segja frá upphafsárum þeirra Kirks og Spocks

Hér má sjá nokkra af upphaflegu Star Trek Leikurunum. Fremstur …
Hér má sjá nokkra af upphaflegu Star Trek Leikurunum. Fremstur er William Shatner, sem lék Kirk kaftein og lengst til hægri er Leonard Nimoy sem lék Spock. Reuters

JJ Abrams, sem er maðurinn á bak við þættina Lost og leikstjóri Mission Impossible III, mun framleiða og leikstýra elleftu Star Trek kvikmyndinni, að því er frásagnir herma. Samkvæmt blaðinu Daily Variety mun kvikmyndin fjalla um upphafsár kafteinsins James T. Kirk og Spock félaga hans. Áætlað er að kvikmyndin verði tilbúin árið 2008.

Ekki er búið að ákveða nafn á kvikmyndina en í henni verður greint frá því hvernig þeir Spock og Kirk kynnast og fyrstu geimferðum þeirra.

Síðasta Stark Trek myndin kom út árið 2003, en hún bar heitið Star Trek: Nemesis. Abrams mun skrifa handritið ásamt þeim Alex Kurtzman og Roberto Orci, sem skrifuðu handritið að Mission Impossible.

Þá munu framleiðendur Lost þáttanna, þeir Damon Lindelof og Bryan Burk, framleiða kvikmyndina með Abrams.

JJ Abrams mun leikstýra myndinni.
JJ Abrams mun leikstýra myndinni. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson