Æskilegt að ný göng verði tilbúin 2010

Farið er að huga að tvöföldun Hvalfjarðarganga til að anna því aukna umferðarmagni sem fyrirsjáanlegt er og segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, rekstraraðila ganganna, að æskilegt sé að ný göng verði tilbúin árið 2010 en Vegagerðin nefni tímasetningu sem er tveimur til þremur árum eftir það.

Umferð um göngin hefur verið miklu meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og fór tíumilljónasti bíllinn um göngin í gær, sem er tíu árum fyrr en reiknað var með.

Svokölluð ársdagsumferð, þ.e.a.s. umferð á dag að meðaltali á heilu ári, er nú að nálgast fimm þúsund bíla, sem er nálægt því sem hönnun mannvirkisins miðast við með tilliti til öryggiskrafna, að sögn Gísla.

"Þess vegna höfum við verið að nefna, ef þessi þróun heldur áfram, sem allt bendir til að verði, að þá verðum við að fara að horfa til þess með hvaða hætti verður hægt að auka afköstin án þess að það leiði til umferðarhnúta. Það er kannski ekki alveg komið að því, en þessi tímapunktur nálgast óðum," sagði Gísli.

Eina vitið að grafa göng við hliðina á þeim gömlu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert