Æskilegt að ný göng verði tilbúin 2010

Farið er að huga að tvö­föld­un Hval­fjarðarganga til að anna því aukna um­ferðar­magni sem fyr­ir­sjá­an­legt er og seg­ir Gísli Gísla­son, stjórn­ar­formaður Spal­ar, rekstr­araðila gang­anna, að æski­legt sé að ný göng verði til­bú­in árið 2010 en Vega­gerðin nefni tíma­setn­ingu sem er tveim­ur til þrem­ur árum eft­ir það.

Um­ferð um göng­in hef­ur verið miklu meiri en upp­haf­leg­ar áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og fór tíumillj­ón­asti bíll­inn um göng­in í gær, sem er tíu árum fyrr en reiknað var með.

Svo­kölluð árs­dags­um­ferð, þ.e.a.s. um­ferð á dag að meðaltali á heilu ári, er nú að nálg­ast fimm þúsund bíla, sem er ná­lægt því sem hönn­un mann­virk­is­ins miðast við með til­liti til ör­yggis­krafna, að sögn Gísla.

"Þess vegna höf­um við verið að nefna, ef þessi þróun held­ur áfram, sem allt bend­ir til að verði, að þá verðum við að fara að horfa til þess með hvaða hætti verður hægt að auka af­köst­in án þess að það leiði til um­ferðar­hnúta. Það er kannski ekki al­veg komið að því, en þessi tíma­punkt­ur nálg­ast óðum," sagði Gísli.

Eina vitið að grafa göng við hliðina á þeim gömlu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert