Lögreglan í Vík kærði fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður sem frétt hafði af Skaftárhlaupi og ók eins hratt og hann komst til að verða ekki undir hlaupinu. Var hann á frekar afllitlum bílaleigubíl en mældist þó á 135 km hraða.
Lögreglan í Vík segir, að eftir að ökumaðurinn hafði verið róaður niður og útskýrt fyrir honum, að hann væri ekki í bráðri hættu, var hann sektaður á staðnum um 22.500 krónur áður en fékk að halda áfram för sinni.