Vinir Charlton Hestons segja hann vera kominn á lokastig Alzheimers

Charlton Heston árið 2002 er hann tilkynnti að hann hefði …
Charlton Heston árið 2002 er hann tilkynnti að hann hefði greinst með Alzheimer sjúkdóminn. Reuters

Fjölskylduvinir leikarans Charlton Heston segja að hann sé týndur í heimi Alzheimer sjúkdómsins. Frásagnir herma að Heston, sem er 81 árs gamall, sé á lokastigum sjúkdómsins sem m.a. veldur sjúklingum minnistapi. Vinir hans óttast það að leikarinn muni verða allur áður en árið sé liðið.

Einn vinur Hestons segir í viðtali við bandaríska æsifréttablaðið The Globe: „Hann er kominn langt fram yfir örlítið minnistap og það að vera gleyminn. Hann skilur varla neitt lengur.“ Hann segir að Heston geti varla tjáð sig lengur, þá geti hann ekki gengið né borðað án þess að fá aðstoð.

Heston tilkynnti um það árið 2002 að hann hefði greinst með Alzheimer og síðan þá hefur lítið farið fyrir honum. Hann hefur nánast verið einsetumaður á heimili sínu í Beverly Hills.

„Líf hans gengur í raun út á að sofa og borða [...] Það sorglegasta er þegar hann brotnar niður og byrjar að gráta án neinnar sjáanlegrar ástæðu. Maður veltir fyrir sér hvað hann sé að hugsa um, en maður hefur ekki hugmynd um það. Það er afar erfitt að horfa upp á þetta,“ segir vinur Hestons.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka