Keith Richards fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fallið úr pálmatré á Fiji

Keith Richards sést hér munda gítarinn á tónleikum Rolling Stones …
Keith Richards sést hér munda gítarinn á tónleikum Rolling Stones í Sidney í Ástralíu þann 11. apríl sl. AP

Gítarleikari bresku rokkhundanna í Rolling Stones, Keith Richards, liggur nú á sjúkrahúsi en hann fékk heilahristing eftir að hann féll úr pálmatré á eynni Fiji þar sem hann er fríi. Flogið var með Richards á sjúkrahús á Nýja-Sjálandi til öryggis að sögn talskonu hljómsveitarinnar.

Fram hefur komið í fréttum í Ástralíu og á Nýja Sjálandi að Richards hafi slasast á höfði þegar hann féll úr tré á Fiji. „Fyrr í þessari viku fékk Keith Richards í Rolling Stones vægan heilahristing á meðan hann var í fríi á Fiji,“ sagði í yfirlýsingu frá talskonu Stones.

Þar segir jafnframt að hlúð hafi verið að honum á staðnum og ákveðið hafi verið að fljúga með hann á sjúkrahús í öryggisskyni þar sem hann yrði skoðaður, en hann flaug ásamt Patti eiginkonu sinni.

Ekkert fleira var sagt varðandi líðan rokkarans sem er 62ja ára gamall.

Dagblöð Fairfax fjölmiðlasamsteypunnar greindu frá því í sunnudagsblöðum sínum að flogið hefði verið með Richards á Ascot sjúkrahúsið í Auckland, sem er í norðurhluta Nýja Sjálands, á sl. fimmtudag.

Vaktstjóri á sjúkrahúsinu hefur hinsvegar ekki viljað staðfesta það að Richards væri þar sjúklingur.

Rolling Stone léku á tónleikum í Wellington á Nýja Sjálandi þann 18. apríl sl., en tónleikarnir voru hluti af „Bigger Bang“ tónleikaferðinni.

Fram kemur á vefsíðu hljómsveitarinnar að næstu tónleikar Stones verði haldnir á Ólympíuleikvanginum í Barcelona á Spáni. Í framhaldinu eru fyrirhugaðir 34 tónleikar til viðbótar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson