Bættur efnahagur yfirskyggður af stríðinu

Bush heimsótti járnvöruverslun í Washington í dag og ræddi um …
Bush heimsótti járnvöruverslun í Washington í dag og ræddi um ný störf og efnahaginn. Reuters

Geor­ge W. Bush, for­seti Banda­ríkj­anna hef­ur komið illa út úr skoðana­könn­un­um und­an­farið og í dag kvartaði hann und­an því að slæm­ar fregn­ir frá Írak skyggi á það sem hann kallaði góðar fregn­ir af banda­ríska efna­hagn­um.

Í viðtali við CNBC sjón­varps­stöðina sem skýr­ir aðallega frá viðskiptaf­rétt­um sagði Bush að hann hefði eytt mikl­um tíma í efna­hag­inn í ræðu og riti á al­menn­um vett­vangi und­an­farið en það breytti engu.

„Vand­inn er að við eig­um í styrj­öld og stund­um er erfitt fyr­ir fólk að ná já­kvæðum skila­boðum um efna­hag­inn þegar það sér óhugn­an­leg­ar mynd­ir af of­beld­inu í sjón­varp­inu,” sagði for­set­inn.

Bush sagði að 138 þúsund ný störf hefðu mynd­ast í Banda­ríkj­un­um í apríl og sýni það að efna­hag­ur­inn er sterk­ur. En sá styrk­ur hef­ur ekki skilað sér í póli­tísku fylgi. Ný­leg Gallup könn­un sýn­ir að þegar ein­ung­is hálft ár er í kosn­ing­ar þá hef­ur fylgi Bush hrapað niður í 34%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert