Frambjóðandi grunaður um ölvun við akstur

Stjórn Full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Árborg fund­ar nú vegna stöðu Eyþórs Arn­alds, odd­vita flokks­ins á fram­boðslist­an­um fyr­ir sveit­ar­stjórna­kosn­ing­arn­ar í vor, eft­ir að hann var hand­tek­inn í tengsl­um við ákeyrslu og ölv­unar­akst­ur í Reykja­vík í nótt. Þetta kom fram í frétt­um NFS og Sjón­varps­ins í kvöld.

Það var öðrum tím­an­um í nótt sem lög­regla fékk til­kynn­ingu um að maður hefði ekið á ljósastaur á Sæ­braut við Klepps­veg og ekið af vett­vangi. Lög­regl­an hóf leit að bíln­um sem hún stöðvaði svo í Ártúns­brekku. Þar var farþeg­inn, sem ekki er skráður eig­andi bíls­ins, und­ir stýri og er hann jafn­framt grunaður um ölv­un. Báðir hinir hand­teknu voru látn­ir gista fanga­geymsl­ur og var sleppt að lokn­um yf­ir­heyrsl­um. Játn­ing mun liggja fyr­ir í mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert