Lögbanni af Pentagon-myndbandi aflétt

Myndbandið er úr öryggisvél og sýnir þegar vélin flýgur inn …
Myndbandið er úr öryggisvél og sýnir þegar vélin flýgur inn í Pentagon. AP

Lög­banni á mynd­bandi úr ör­ygg­is­mynda­vél í höfuðstöðvum banda­ríska varn­ar­málaráðsins í Pentagon hef­ur verið aflétt. Mynd­bandið sýn­ir er farþegaþota flýg­ur inn í Pentagon 11. sept­em­ber 2001 en þær mynd­ir hafa ekki sést áður. Mynd­band­inu var haldið leyndu því það var hluti af máls­höfðun rík­is­ins gegn al-Qaida meðlimn­um Zacari­as Moussa­oui.

Sam­kvæmt frétta­vef BBC sýn­ir mynd­bandið er flug­vél American Air­lines flýg­ur beint inn í Pentagon bygg­ing­una eft­ir að flug­ræn­ingj­ar náðu vél­inni á sitt vald, 184 manns lét­ust.

AP
AP
AP
AP
AP
AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert