Lögbanni á myndbandi úr öryggismyndavél í höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðsins í Pentagon hefur verið aflétt. Myndbandið sýnir er farþegaþota flýgur inn í Pentagon 11. september 2001 en þær myndir hafa ekki sést áður. Myndbandinu var haldið leyndu því það var hluti af málshöfðun ríkisins gegn al-Qaida meðlimnum Zacarias Moussaoui.
Samkvæmt fréttavef BBC sýnir myndbandið er flugvél American Airlines flýgur beint inn í Pentagon bygginguna eftir að flugræningjar náðu vélinni á sitt vald, 184 manns létust.