Ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á ökutækinu og ók á ljósastaur við Birtingarkvísl í Reykjavík um sjöleytið í kvöld. Staurinn gaf undan við áreksturinn þannig að hann féll ofan á nærliggjandi strætóskýli. Að sögn lögreglu þótti mikil mildi að enginn hafi verið í skýlinu. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja, ekki liggur fyrir hvort um fíkniefni hafi verið að ræða. Hann hlaut minniháttar áverka við áreksturinn.