Tölvuleikur á netinu um fjöldamorðin í Columbine vekur ofsareiði ættingja fórnarlambanna

Nemendur við Columbine miðskólann sem komust lífs af frá Klebold …
Nemendur við Columbine miðskólann sem komust lífs af frá Klebold og Harris, tveimur átján ára nemendum við skólann, sem skutu 13 til bana og sviptu sig svo lífi. Reuters

Ætt­ingj­um þeirra, sem létu lífið í fjölda­morðunum í Col­umb­ine miðskól­an­um í Banda­ríkj­un­um, er mis­boðið og þeir æv­areiðir yfir tölvu­leik sem gerður hef­ur verið um at­b­urðina. Leik­ur­inn heit­ir Super Col­umb­ine Massacre RPG og er nú orðinn afar vin­sæll á net­inu. 12 nem­end­ur og kenn­ari voru skotn­ir til bana af tán­ings­pilt­un­um Dyl­an Kle­bold og Eric Harris árið 1999, en þeir sviptu sig lífi að ódæðis­verk­un­um lokn­um.

Í leikn­um sjást þeir Kle­bold og Harris með skot­vopn í hönd­um og einnig er þar að finna ljós­mynd­ir sem tekn­ar voru á vett­vangi. Nem­end­ur hlaupa um grát­andi og viti sínu fjær af hræðslu, en þó eru and­lit fórn­ar­lamba ekki notuð af hönnuðum leiks­ins.

Bri­an Rohr­bough, faðir drengs sem myrt­ur var í skól­an­um, seg­ir leik­inn viðbjóðsleg­an og fjölda­morðin gerð að hvers­dags­leg­um at­b­urði. Hönnuður leiks­ins sagði vefdag­blaðinu Rocky Mountain News að hann vildi hvetja til „raun­veru­legra umræðna um skóla­morð“ með gerð leiks­ins. Sky frétta­vef­ur­inn greindi frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert