Svíar heimsmeistarar í íshokkí

Svíar með Kenny Jonsson fyrirliða í fararbroddi skauta sigurhring eftir …
Svíar með Kenny Jonsson fyrirliða í fararbroddi skauta sigurhring eftir að þeir lögðu Tékka. Reuters

Svíar unnu Tékka 4:0, í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í íshokkí, sem fór fram í Ríga í Lettlandi í dag. Svíar eru einnig ólympíumeistarar í íshokkí og er þetta í fyrsta skipti sem sama liðið er handhafi beggja þessara titla samtímis. Tékkar höfðu heimsmeistaratitil að verja. Fyrr í dag hrepptu Finnar bronsverðlaun þegar þeir lögðu Kanadamenn 5:0.

Þeir Jesper Mattson, Niklas Kronwall, Fredrik Emvall og Jorgen Jonsson skoruðu mörk Svía í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert