Tvær herþotur, önnur tyrknesk og hin grísk, rákust saman yfir Eyjahafi í morgun, að sögn gríska ríkissjónvarpsins. Gríska varnarmálaráðuneytið staðfesti að björgunaraðgerðir væru hafnar nálægt eyjunni Karpathos en veitti ekki frekari upplýsingar.
Grikkir og Tyrkir hafa lengi deilt um lofthelgina yfir Eyjahafi. Grikkir segja að lofthelgi þeirra nái 10 mílur út frá ströndinni eða jafn langt og landhelgin en Tyrkir viðurkenna aðeins 6 mílna lofthelgi. Löndin tvö hafa þrívegis verið nálægt því að lenda í vopnuðum átökum vegna þessa frá árinu 1974.
Samskipti Tyrkja og Grikkja hafa farið versnandi á undanförnum mánuðum þótt Grikkir hafi stutt umsókn Tyrkja um aðild að Evrópusambandinu og persónulega vináttu þeirra Costas Caramanalis, forsætisráðherra Grikkja og Recep Tayyip Erdogans, forsætisráðherra Tyrkja.