Bannað að vera með djarfar auglýsingar á meðan páfinn er í heimsókn

Íbúar í Varsjá fögnuðu mjög komu páfa í dag.
Íbúar í Varsjá fögnuðu mjög komu páfa í dag. Reuters

Kynþokka­full­ar aug­lýs­ing­ar voru fald­ar og áfeng­is­bann tók gildi í dag á þeim svæðum þar sem Bene­dikt páfi mun heim­sækja í fjög­urra daga heim­sókn sinni til Pól­lands, en heim­sókn­in hófst í dag.

Áber­andi aug­lýs­ing, þar sem verið var að aug­lýsa krem gegn app­el­sínu­húð, var falið eft­ir að hóp­ur íhalds­samra ein­stak­linga kvartaði und­an því að það væri móðgandi að það sæ­ist í ber læri og ber­an aft­ur­enda kon­unn­ar á vegg­spjald­inu. Þess má geta að meiri­hluti Pól­verja eru róm­versk-kaþólskr­ar trú­ar.

Þá héldu slúður­blöðin sig frá því að birta mynd­ir af ber­brjósta fyr­ir­sæt­um í blöðum sín­um í dag, og á sama tíma voru öld­ur­hús í Var­sjá annaðhvort lokuð eða þá að þau seldu aðeins létt­bjór.

„Við viður­kenn­um þessa beiðni og virðum til­finn­ing­ar hinna trúuðu,“ sagði Pierra Plass­ard, yf­ir­maður L'Or­eal í Póllandi, er hann út­skýrði hvers vegna ákveðið hafði verið að hylja vegg­spjaldið.

„Á sama tíma vilj­um við leggja áherslu á það að þessi aug­lýs­ing brýt­ur ekki í bága við það sem þykir sjálfsagt og eðli­legt í sam­fé­lag­inu,“ bætti hann við.

Beata Zmij­ewska, sem starfar hjá fréttamiðstöð rík­is­ins, seg­ir að áfeng­is­bannið snú­ist um það að lands­menn taki þátt af heil­um hug í píla­gríms­för Bene­dikts páfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert