Sjálfstæðismenn ræða við framsóknarmenn

Oddvitar flokkanna í Reykjavík bíða eftir tölum á laugardagskvöld.
Oddvitar flokkanna í Reykjavík bíða eftir tölum á laugardagskvöld. mbl.is/ÞÖK

Verið er að ganga frá sam­starfi sjálf­stæðismanna og fram­sókn­ar­manna um mynd­un meiri­hluta í Reykja­vík, sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­vefjar Morg­un­blaðins. Verður það nán­ar kynnt á blaðamanna­fundi klukk­an 17 í dag. Viðræður voru milli Sjálf­stæðis­flokks­ins og Frjáls­lynda flokks­ins um meiri­hluta­sam­starf í borg­ar­stjórn í gær en sjálf­stæðis­menn slitu þeim eft­ir há­degið í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert