Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt tví­tug­an karl­mann í 2 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn stúlku en brotið átti sér stað á tjald­stæði í Horna­fjarðarbæ í júlí á síðasta ári. Þá var maður­inn dæmd­ur til að greiða kon­unni 1 millj­ón króna í bæt­ur og til að greiða máls­kostnað, tæp­ar 800 þúsund krón­ur.

Maður­inn var fund­inn sek­ur um að hafa þröngvað stúlk­unni til kyn­ferðismaka með því að neyða hana til að hafa við sig munn­mök. Þá verður hann einnig sak­felld­ur fyr­ir að hafa gert til­raun til að þröngva henni til sam­ræðis.

Fram kem­ur í dómn­um, að brot manns­ins hafi beinst gegn per­sónu- og kyn­frelsi ungr­ar stúlku og brotið hafi haft veru­leg­ar and­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir hana og hún verði lengi að ná sér.

Fram kom í skýrslu sál­fræðings, að stúlk­unni hafi liðið mjög illa í kjöl­farið og sýnt öll ein­kenni þess að hafa orðið fyr­ir áfalli sem valdið hafi henni skelf­ingu og varn­ar­leysi. Hún hafi verið mjög kvíðin og hrædd, óör­ugg í aðstæðum þar sem hún hafi áður fundið sig ör­ugga, verið viðkvæm, grát­gjörn og viljað forðast að hitta fólk. Hún hafi átt erfitt með svefn og hafi mynd­ir af at­b­urðinum stöðugt komið upp í huga henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert