Pólskir sebrahestar nefndir eftir Unni Birnu

Unnur Birna heilsaði m.a. upp á storksunga í dýragarðinum í …
Unnur Birna heilsaði m.a. upp á storksunga í dýragarðinum í Varsjá. AP

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er nú stödd í Póllandi, en hún hefur verið þar tíður gestur frá því hún var kjörin ungfrú heimur, enda fer keppnin fram þar í landi í vetur. Unnur Birna heimsótti m.a. dýragarðinn í Varsjá þar sem tvö sebrafolöld komu nýlega í heiminn. Sebrahestarnir fengu nöfn í morgun og fékk annað nafnið U og hitt B, sem eru upphafsstafirnir í nafni Unnar Birnu.

„Ég var viðstödd skírnina ásamt um 500 grunnskólabörnum sem höfðu beðið í dýragarðinum eftir því að sjá Miss World allan morguninn máluð eins og sebrahestar í framan, algjörar dúllur... Folöldin voru skírð U og B þannig að saman verða þau kölluð UB (Júbee) sem er gælunafnið mitt á þessum ferðalögum!! Hversu fyndið er það eiginlega..! Tveir sebrahestar í Póllandi munu bera upphafsstafina mína um aldur og ævi og ÉG er titluð GUÐMÓÐIR þeirra og búin að skrifa undir plagg og alles til vitnis um það! Aldeilis gaman að þessu!" segir Unnur Birna á bloggsíðu sinni á Fólkvef mbl.is.

Unnur Birna mun snæða kvöldverð með forseta Póllands í kvöld. Á morgun fer hún til Berlínar og fylgist þar með leik Brasilíu og Króatíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.

Bloggsíða Unnar Birnu

Unnur Birna í dýragarðinum ásamt börnum, máluðum eins og sebrahestar.
Unnur Birna í dýragarðinum ásamt börnum, máluðum eins og sebrahestar. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka