Femínistafélag Íslands hvetur alla til þess að sýna stuðning við jafnrétti kynjanna með því að bera eitthvað bleikt á sér á kvenréttindadaginn 19. júní. Þá ætlar félagið og aðrir aðstandendur verkefnisins „Málum bæinn bleikan" að minna á réttindi kvenna með táknrænum hætti.
Eftirfarandi getur fólk gert til stuðnings, samkvæmt tilkynningu frá félaginu:
Klæðst bleiku eða borið eitthvað bleikt.
Flaggað bleiku.
Sett bleika útstillingu í gluggann hjá þér.
Auglýst tilboð á einhverju bleiku þennan dag.
Kostað útvarpsauglýsingu undir eigin nafni, t.d.: „Styðjum jafnrétti. Málum bæinn bleikan 19. júní."
Búið til bleikan drykk.
Sent bleikan tölvupóst.
Rifið horn af bleiku blaði og nælt það í barminn ...eða bara eitthvað allt annað - skemmtilegt og bleikt!