Fólk hvatt til að sýna réttindabaráttu kvenna stuðning með bleikum lit

Bleiki liturinn með slagorðum.
Bleiki liturinn með slagorðum.

Femínistafélag Íslands hvetur alla til þess að sýna stuðning við jafnrétti kynjanna með því að bera eitthvað bleikt á sér á kvenréttindadaginn 19. júní. Þá ætlar félagið og aðrir aðstandendur verkefnisins „Málum bæinn bleikan" að minna á réttindi kvenna með táknrænum hætti.

Eftirfarandi getur fólk gert til stuðnings, samkvæmt tilkynningu frá félaginu:

Klæðst bleiku eða borið eitthvað bleikt.

Flaggað bleiku.

Sett bleika útstillingu í gluggann hjá þér.

Auglýst tilboð á einhverju bleiku þennan dag.

Kostað útvarpsauglýsingu undir eigin nafni, t.d.: „Styðjum jafnrétti. Málum bæinn bleikan 19. júní."

Búið til bleikan drykk.

Sent bleikan tölvupóst.

Rifið horn af bleiku blaði og nælt það í barminn ...eða bara eitthvað allt annað - skemmtilegt og bleikt!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert