Íslenskur háskólanemi fékk skot í fótinn í Níkaragva

Íslenskur háskólanemi, Kári Fannar Lárusson, fékk skot í lærið í borginni Managua í Níkaragva þegar stúdentaóeirðir blossuðu þar skyndilega upp með táragassprengjum og skothríð. Prófessor í háskólanum sem Kári sótti batt vasaklút um lærið fyrir sárið og dró þannig úr blæðingunni. Þangað sótti sjúkrabíll Kára.

Kári sagði í viðtali við NFS að hann hefði verið á hlaupum frá átökunum þegar fætinum hafi verið sem kippt undan honum. Sárið reyndist þó ekki alvarlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert