Heimssmet slegið í því að halda blaðamannafund neðansjávar

21 austurrískur blaðamaður kom saman undir yfirborði stöðuvatnsins Traun í Austurríki og hélt þar blaðamannafund, en það mun vera heimsmet í slíkri uppákomu. Tilefni fundarins var útgáfa nýrrar bókar um köfun.

Blaðamennirnir voru í kafarabúningum og með köfunarbúnað og héldu sig á um fimm metra dýpi. Sérstakur vatnsheldur pappír og vatnsheldir pennar voru brúkaðir til þess að taka niður fréttapunkta og skrifa niður spurningar. Auk þess var sérhannað flettispjald notað til kynningar á bókinni.

Blaðamennirnir ætla að senda útgefendum heimsmetabókar Guinness það sem til þarf til staðfestingar heimsmetinu, en lögbókandi var viðstaddur fundinn. Fyrra heimsmet áttu 15 blaðamenn sem héldu sinn fund í fyrra í Las Vegas.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson