Stofnun leikskólaráðs mótmælt

Leikskólabörn.
Leikskólabörn. mbl.is/Sverrir

Stjórnir Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara og Kennarafélags Reykjavíkur hafa sent frá sér ályktun þar sem þær mótmæla eindregið ákvörðun borgaryfirvalda í Reykjavík um að stofna sérstakt leikskólaráð. Með því að taka málaflokk leikskólans frá menntaráði Reykjavíkurborgar sé fyrsta skólastigið klofið frá öðru skólastarfi í borginni. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingar, segist sammála ályktuninni og að hann hafi óskað eftir því að áform um að kljúfa menntaráð verði rædd á fundi borarráðs í fyrramálið.

Þetta telja stjórnirnar að geti varla talist eðlilegt um leið og markmiðið sé að tengja betur saman leik- og grunnskóla og efla samstarf kennara á mótum skólastiga. Eftir að málefni leik- og grunnskóla voru sett undir einn hatt hafi verið unnt að skoða skólamál í samhengi, samræming og samanburður hafi orðið auðveldari og minna um tvíverknað. Lærdómsumhverfið hafi batnað þar sem kennarar á ólíkum skólastigum geti lært hver af öðrum, skólastarfi og nemendum til hagsbóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert