Stofnun leikskólaráðs mótmælt

Leikskólabörn.
Leikskólabörn. mbl.is/Sverrir

Stjórn­ir Reykja­vík­ur­deild­ar Fé­lags leik­skóla­kenn­ara og Kenn­ara­fé­lags Reykja­vík­ur hafa sent frá sér álykt­un þar sem þær mót­mæla ein­dregið ákvörðun borg­ar­yf­ir­valda í Reykja­vík um að stofna sér­stakt leik­skólaráð. Með því að taka mála­flokk leik­skól­ans frá menntaráði Reykja­vík­ur­borg­ar sé fyrsta skóla­stigið klofið frá öðru skóla­starfi í borg­inni. Stefán Jón Haf­stein, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar, seg­ist sam­mála álykt­un­inni og að hann hafi óskað eft­ir því að áform um að kljúfa menntaráð verði rædd á fundi bor­ar­ráðs í fyrra­málið.

Þetta telja stjórn­irn­ar að geti varla tal­ist eðli­legt um leið og mark­miðið sé að tengja bet­ur sam­an leik- og grunn­skóla og efla sam­starf kenn­ara á mót­um skóla­stiga. Eft­ir að mál­efni leik- og grunn­skóla voru sett und­ir einn hatt hafi verið unnt að skoða skóla­mál í sam­hengi, sam­ræm­ing og sam­an­b­urður hafi orðið auðveld­ari og minna um tví­verknað. Lær­dóms­um­hverfið hafi batnað þar sem kenn­ar­ar á ólík­um skóla­stig­um geti lært hver af öðrum, skóla­starfi og nem­end­um til hags­bóta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert