Þrír í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar

Frá Vallahverfi í Hafnarfirði
Frá Vallahverfi í Hafnarfirði mbl.is/Þorkell

Þrír eru í gæsluvarðhaldi lögreglunnar í Hafnarfirði vegna skotárásar á raðhús í Vallarhverfi í fyrradag. Átta hafa alls verið handteknir vegna málsins, tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 29. júní en þeim þriðja verður sleppt í dag. Bensínsprengju var kastað að húsinu aðfaranótt fimmtudags en þar var á ferð einn þeirra sem nú er í gæsluvarðhaldi. Var hann þá eftirlýstur vegna málsins en hafði ekki náðst. Lögregla segir rannsókninni miða vel en vill ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka