Jeppaeigendur eru líklegri til þess að brjóta umferðarreglur

mbl.is/Jim Smart

Fólk sem á jeppa er líklegra til þess að brjóta lögin með því að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og þá er það einnig líklegra til þess að vera ekki með sætisólarnar spenntar heldur en eigendur fólksbíla. Þetta kemur fram í nýrri, breskri könnun.

Vísindamenn hjá Imperial háskólanum í London segja að fólki finnist það vera öruggari í jeppum og þar af leiðandi tekur fólkið meiri áhættu. Vísindamennirnir kalla eftir því að meira sér gert í því að fræða almenning um hætturnar í umferðinni og að auki kalla þeir eftir því að lögreglan sjái til þess með beinskeyttari hætti að fólk fari eftir lögunum.

Vísindamennirnir fylgdust með 38.000 fólksbílum og nærri 3.000 jeppum keyra í gegnum Hammersmith hverfið í vesturhluta London á tveggja vikna tímabili árið 2004. Þeir segja í grein í British Medical Journal að 8,2% ökumanna jeppa hafi verið að tala í farsímann miðað við 2% ökumanna fólksbíla, en það veldur þeim áhyggjum. Vísindamennirnir benda á að tölurnar hafi lítið sem ekkert breyst eftir að sektargreiðslur voru teknar upp í mars árið 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka