Þrír sem frömdu sjálfsmorð í Guantanamo höfðu gengist undir læknisrannsókn

Guantanamo fangelsið á Kúbu
Guantanamo fangelsið á Kúbu Reuters

Þrír fanganna sem frömdu sjálfsmorð í Guantanamo fangelsinu á Kúbu fyrr í mánuðinum höfðu gengist undir læknisrannsókn þar sem ekkert kom fram sem benti til þess að þeir þjáðust af þunglyndi. Þetta segir læknir sem starfar í Guantanamo og segir hann þetta ýta undir þær kenningar bandarískra heryfirvalda að ástæður sjálfsvíganna hafi verið pólitískar, en ekki vegna illrar meðferðar.

Mennirnir þrír, tveir Sádar og einn Jemeni voru allir rannsakaðir innan við tveimur vikum fyrir sjálfsmorðsárásirnar vegna þess að þeir voru í hungurverkfalli. Ekkert benti til þess að þeir væru þunglyndir eða ættu við geðvandamál að stríða samkvæmt lækninum, sem kemur fram nafnlaus af öryggisástæðum.

Eftir sjálfsmorðin lýsti aðmírállinn Harry Harris, sem starfar í Guantanamo, þeim sem óhefðbundnum hernaðaraðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert