Önnur aftakan í Tennessee á 45 árum

Aftaka fór fram í Tennessee í Bandaríkjunum í morgun, og er þetta í annað sinn á 45 árum sem dauðarefsingu er beitt þar. Annar dauðamaður bíður úrskurðar dómstóla um hvort hann hljóti sömu örlög eða fái náðun. Maðurinn sem tekinn var af lífi var dæmdur til dauða fyrir morð á 19 ára stúlku 1985.

Dauðamaðurinn sem bíður nú örlaga sinna var dæmdur fyrir morð á sjö manns 1997. Alríkisdómari frestaði aftöku hans í gær, en hún átti að fara fram strax á eftir aftökunni sem fram fór í morgun.

Dauðarefsingu var síðast beitt í Tennessee árið 2000 þegar dæmdur barnanauðgari og morðingi var tekinn af lífi. Þá hafði aftaka ekki farið fram í ríkinu síðan 1960.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert