Ísraelskt stórskotalið skýtur á Gaza-borg

Reykjarmökkur stígur til himins eftir sprengingu nærri í Beth Hanun …
Reykjarmökkur stígur til himins eftir sprengingu nærri í Beth Hanun í dag, sem er norður af Gaza. Reuters

Ísraelskt stórskotalið hóf skothríð nærri Gaza-borg, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelsher gerir árás á svæðið í stórsókn sinni. Sprengjuárásin olli miklum sprengingum í austurhluta Gaza-borg. Ekki hefur verið greint frá tjóni eða mannfalli. Ísraelsher segist hafa verið að prufukeyra stórskotalið sitt, og að ekki hafi verið miðað á fyrirfram ákveðin skotmörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert