Drengur lést í Disneyland í Flórída

Fra Disneylandi í Hong Kong
Fra Disneylandi í Hong Kong AP

Sjö ára drengur lést í dag eftir að hafa farið í rússíbana í Disneyland skemmtigarðinum á Flórída í Bandaríkjunum. Drengurinn lést eftir að hafa verið færður á sjúkrahús og hefur rannsókn verið hafin á málinu. Rússíbananum er lýst þannig að hann þjóti úr 0 í 100 kílómetra hraða með afli F-14 þotu, fari í lykkjur á miklum hraða og beygjur í takt við lag með hljómsveitinni Aerosmith.

Tveir hafa áður látist í skemmtigarðinum, fjögurra ára drengur lést eftir að hafa fengið óreglulegan hjartslátt í fyrra, og kona lést sökum heilablæðingar í apríl á þessu ári. Bæði höfðu þau áður farið í geimferðaherminn Epcot’s Mission: Space, sem er þeytivinda sem leyfir gestum að upplifa tvöfald þyngdarafl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert