Ferðatívolí heimsækir Ísland 15. árið í röð

00:00
00:00

"Þetta er í fjórða sinn sem tív­olíið er sett upp við Smáralind en það hef­ur hlotið frá­bær­ar viðtök­ur und­an­far­in ár," sagði Theo­dóra Þor­steins­dótt­ir markaðsstjóra hjá Smáralind í Kópa­vogi í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins. Ferðatív­olíið opnaði fyr­ir viku síðan og mun standa í rúm­ar sex vik­ur eða til 13. ág­úst.

Þrátt fyr­ir rign­ingu fyrstu vik­una þá hef­ur verið líf og fjör og gest­irn­ir hafa klætt sig eft­ir veðri. Fyr­ir utan skot­bakka og tæki á borð við „boll­ana" sem hrista og hræða gesti eins og vera ber er hægt að fá sér syk­ur­kvoðu og annað góðgæti sem til­heyr­ir.

Tív­olíið er á bíla­stæðinu ofan við Smáralind, á milli Nóa­túns og De­ben­hams. Þetta mun vera 15. árið sem Tayl­or Tivoli heim­sæk­ir Ísland en það er rekið af Bret­an­um Dav­id Tayl­or.

Tív­olí er opið:
Sunnu­dag - fimmtu­dags 13:00-22:00
Föstu­dag 13:00-23:00
Laug­ar­dag 13:00-23:00

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert