Leifar af búnaði manna sem fórust árið 1953 fundust á Skaftafellsjökli

Leifar af búnaði tveggja manna sem fórust á Skaftafellsjökli árið 1953 hafa fundist á jöklinum. Eyjólfur Magnússon og Alexander H. Jarosch, sem báðir stunda doktorsnám við Háskóla Íslands fundu hluta búnaðarins þann 6. júlí sl. og í kjölfarið var gerður út leiðangur til að leita að líkamsleifum mannanna. Yfir 150 hlutir fundust, m.a. leifar af fatnaði, tjaldi og öðrum útilegubúnaði.

Mennirnir sem hétu, Ian Harrison and Tony Prosser, voru breskir nemar sem komu hingað til lands til jöklaleiðangra á vegum háskólans í Nottingham sumarið 1953. Þann 6. ágúst það ár lögðu þeir af stað á Öræfajökul í góðu veðri, óveður brast hins vegar á síðar um daginn og stóð yfir í tíu daga. Þrátt fyrir björgunarleitir að óveðrinu loknu fundust mennirnir aldrei.

Lík mannanna fundust ekki í leiðangrinum sem nú var farinn en fyrirhugað er að halda áfram leit að líkamsleifunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert