Loftárásir Ísraelshers hafa færst norðar í Líbanon og hafa 14 manns látist í þeim, þar af átta hermenn í höfninni Abdeh skammt frá Trípolí. Loftárásirnar komu í kjölfar þess að átta Ísraelsmenn létust í árás Hezbollah á Haifa. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert hafði varað við því að árásin á Haifa myndi draga dilk á eftir sér.
Talið er að ríflega 130 Líbanar hafi látist síðan deilurnar við Ísrael hófust í síðustu viku, um 23 létust í loftárásum á Suður-Líbanon í gær.
Fréttavefur BBC skýrði frá því að nemma í morgun gerðu Ísraelar loftárásir á Trípolí næststærstu borg í Líbanon sem er í norðurhluta landsins.