Tvær sextán ára stúlkur leituðu til lögreglunnar í Reykjavík um klukkan hálf eitt í nótt vegna nauðgunar, hefur önnur þeirra borið fram kæru. Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar grunaðir um aðild að málinu. Mennirnir eru um tvítugt og eru allir af erlendum uppruna. Lögreglan segir að þetta sé mjög alvarlegt mál og er rannsókn þess á viðkvæmu stigi.