Hörð keppni á hrútasýningu á Húsavík

Aðalsteinn Á. Baldursson heldur hér í Gára frá Gunnarsstöðum en …
Aðalsteinn Á. Baldursson heldur hér í Gára frá Gunnarsstöðum en á baki hans eru þau Daníel og Hlíf. Gári hefur alltaf verið vinsæll hjá ungu kynslóðinni, segir Aðalsteinn. mbl.is/Hafþór

Hrútarnir Danni frá Hjarðarási við Kópasker og Gári frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði urðu efstir og jafnir á hrútasýningu sem Fjáreigendafélag Húsavíkur stóð fyrir á Húsavíkurhátíðinni í dag.

Bændur úr nágrenni Húsavíkur fengu það verkefni að dæma hrútana en áður en að því kom, voru fengnar tvær konur úr hópi áhorfenda og bað Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður fjáreigendafélagsins, þær að ímynda sér að þær væru ær og velja síðan sætasta hrútinn. Í þeirri keppni sigraði Laxi frá Hvammi í Þistilfirði.

Að sögn Aðalsteins Árna hefur hrútasýningin ávallt verið vinsælt atriði á Mærudögunum, sem haldnir hafa verið síðustu árin og var engin breyting þar á að þessu sinni en fjöldi fólks fylgdist með sýningunni. Mynd. Aðalsteinn Á. Baldursson heldur hér í Gára frá Gunnarsstöðum en á baki hans eru þau Daníel og Hlíf en Gári hefur alltaf verið vinsæll hjá ungu kynslóðinni segir Aðalsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert