Ekki grilla í lyftu

Það borgar sig ekki að grilla í lyftu.
Það borgar sig ekki að grilla í lyftu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tveir menn, ein kona og hvolpur festust inni í lyftu með logandi útigrill með kótelettunum á. Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í Hässelby, fólkið hóf grillveisluna á jörðu niðri en ákvað að færa hana upp á svalir og var því var lagt í lyftuferð með hvolp og grill.

Á milli fjórðu og fimmtu hæðar festist lyftan og með kóteletturnar ennþá á grillinu fylltist klefinn fljótt af reyk.

Fréttavefur Dagens Nyheter skýrði frá því að þegar slökkviliðið kom fólkinu til bjargar voru þau öll með snert af reykeitrun og var þeim gefið súrefni, jafnvel hvolpnum sem þó slapp betur en aðrir því hann var næst gólfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka