Tveir menn, ein kona og hvolpur festust inni í lyftu með logandi útigrill með kótelettunum á. Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í Hässelby, fólkið hóf grillveisluna á jörðu niðri en ákvað að færa hana upp á svalir og var því var lagt í lyftuferð með hvolp og grill.
Á milli fjórðu og fimmtu hæðar festist lyftan og með kóteletturnar ennþá á grillinu fylltist klefinn fljótt af reyk.
Fréttavefur Dagens Nyheter skýrði frá því að þegar slökkviliðið kom fólkinu til bjargar voru þau öll með snert af reykeitrun og var þeim gefið súrefni, jafnvel hvolpnum sem þó slapp betur en aðrir því hann var næst gólfinu.