Fáar flugvélar á flughátíð

Það voru einungis átta flugvélar á flughátíðinni á Múlakoti í Fljótshlíð skömmu eftir hádegi í dag. Valur Stefánsson skipuleggjandi hátíðarinnar sagði að það væri fámennt en góðmennt en ástæðan væri þoka á Suðurlandi á leiðinni sem hamlaði því að menn kæmust yfir fjöllin og í góða veðrið í Fljótshlíðinni.

„Mér skilst að það sé bara þoka ofan í grjót á Hvolsvelli,” sagði Valur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Ein tvíþekja er þó að leika listir sínar í Fljótshlíðinni, Pitts-2B heitir hún og einnig er Piper Cup ’57 módel á svæðinu og sagði Valur að menn væru að fljúga um nágrennið inn í Þórsmörk og víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert