Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah samtakanna í Líbanon lýsti því yfir fyrir stundu að samtök hans muni virða vopnahlé sem kveðið er á um í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var í nótt. "Náist samkomulag um vopnahlé með milligöngu Kofi Annans, yfirmanns Sameinuðu þjóðanna, eða samkomulag á milli Ísraela og Líbana þá mun andspyrnuhreyfingin viðra það," sagði hann í ávarpi sem sýnt var á Al-Manar sjónvarpsstöðinni.
Nasrallah sagði ályktun öryggisráðsins ekki sanngjarna en að samtökin muni þó ekki standa í veg fyrir því að vilji líbanskra yfirvalda nái fram að ganga í málinu.