Lifðu á regnvatni og hráum mávum og fiski í níu mánuði

Mávar.
Mávar. Reuters

Þremur mexíkóskum sjómönnum hefur verið bjargað af vélvana báti eftir að hafa verið á reki um Kyrrahaf í níu mánuði. Mennirnir segjast hafa lifað það af með því að drekka regnvatn og borða hráa sjófugla og fisk. Utanborðsmótor á átta metra löngum báti þeirra gaf sig en það voru sjómenn á túnfisksskipi sem komu auga á þá við Marshalleyjar þann 9. ágúst s.l.

Mennirnir ætluðu að veiða hákarl undan Kyrrahafsströnd Mexíkó og voru þar staddir þegar báturinn varð vélarvana. Þá rak alls um 8.000 km á haf út og lág tvisvar við að báturinn sykki, en hann er úr trefjaplasti.

Mennirnir segjast hafa borðað hráa máva, endur og fisk, öll þau dýr sem þeir gátu veitt. Þeir skiptust á að lesa hver fyrir annan úr Biblíunni og báðust fyrir. Eitthvað eru staðreyndir málsins þó á reiki vegna tungumálaörðugleika, en BBC greinir frá þessu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert