Dýrast að vera 34 ára

Zinedine Zidane hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna 34 ára gamall. …
Zinedine Zidane hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna 34 ára gamall. Nú ætti að hafa meiri tíma í að eyða peningunum sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Reuters

Það getur verið dýrt að lifa og ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar þá er 34. aldursárið það kostnaðarsamasta. Að jafnaði var þetta dýrasta árið í könnun sem Axa fjármálafyrirtækið lét gera, en alls tóku 1.990 einstaklingar þátt könnuninni. Hún leiddi í ljós að að jafnaði vanti fólki rúmar fjórar milljónir króna á 34 ára gamalt til þess að allt gangi upp.

Helstu kostnaðarliðirnir eru fasteignakaup, húsnæðislagfæringar og betrumbætur. Þá ýta brúðkaup, börn og bílar kostnaðinum jafnframt upp á við.

Fólk á aldrinum 25 til 43 ára segja að 26. aldursárið það dýrasta, en þeir sem eru á milli 55 og 64 ára segja að dýrasta árið hafi verið þeir voru 43 ára.

Yngri hópurinn segir að sumarfrí, brúðkaupsferðir og bílar séu helstu ástæður fyrir allri peningaeyðslunni.

Eldri hópurinn segir hinsvegar að fasteignaverð, húsnæðisviðgerðir og það að greiða fyrir háskólagöngu barnanna séu helstu kostnaðarliðirnir.

Ef litið er til frægra einstaklinga sem eru 34 ára gamlir þá virðist þessi tiltekni aldur vera tími mikilla breytinga í þeirra lífi.

Knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane og hjólreiðakappinn Lance Armstrong hafa báðir lagt keppnisskóna á hilluna og geta nú væntanlega eytt meiri tíma í að eyða peningum.

Þá eru leikararnir Ben Affleck og Winona Ryder enn á meðal stærstu nafnanna í Hollywood og breska gleðipæjan Tara Palmer-Tomkinson sést oft skemmta sér á flottustu, og jafnframt dýrustu, börum Lundúnaborgar að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert