Jón Sigurðsson er nýr formaður Framsóknarflokksins

Jón Sigurðsson nýr formaður Framsóknarflokksins
Jón Sigurðsson nýr formaður Framsóknarflokksins mbl.is/Sverrir

Jón Sig­urðsson er nýr formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins með 54,8% at­kvæða. Siv Friðleifs­dótt­ir, heil­brigðisráðherra, fékk 44,15% at­kvæða en Hauk­ur Har­alds­son fékk eitt at­kvæði. Alls var 841 á kjör­skrá en 761 greiddi at­kvæði eða 90,5%.

Jón seg­ir að hann muni gera allt sem í hans valdi stend­ur til þess að jafna þann ágrein­ing sem geti komið upp inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins. Seg­ir hann að ábyrgð, samstaða, til­lit­semi og gagn­kvæm virðing eigi að vera kjör­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins seg­ir Jón að for­mann­sembættið legg­ist afar vel í hann og þá ekki síst vegna þess að niðurstaða kosn­ing­anna hafi verið þannig að all­ir voru full­sæmd­ir af henni. Seg­ir Jón að all­ir standi uppi sem sig­ur­veg­ar­ar og það sé for­senda þess að efla og styrkja Fram­sókn­ar­flokk­inn. Jón seg­ir að það að kjósa þurfti formann Fram­sókn­ar­flokks­ins, en slíkt hef­ur ekki gerst í meira en hálfa öld, muni styrkja flokk­inn. Að sögn muni það opna umræðuna og auka til­lit­semi og gagn­kvæma virðingu inn­an flokks­ins. Að menn venj­ist því að uppi séu mis­mun­andi sjón­ar­mið sem sé eðli­legt. Að sögn Jóns var mun­ur­inn milli hans og Si­vj­ar meiri en hann hafi átt von á því hann hafi metið stöðuna tví­sýnni.

Aðrir sem fengu at­kvæði voru Guðni Ágústs­son 3, Jón Kristjáns­son 2, Jón­ína Bjart­marz og Ómar Stef­áns­son eitt akvæði.

Nú að afloknu for­manns­kjöri hefst kosn­ing vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins en tveir eru í fram­boði til vara­for­manns: Guðni Ágústs­son, sem er vara­formaður flokks­ins og land­búnaðarráðherra, og Jón­ína Bjart­marz, um­hverf­is­ráðherra.

Hall­dór Ásgríms­son, sem lét af embætti for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag, hef­ur gegnt for­mann­sembætt­inu frá ár­inu 1994 eða í tólf ár. Hann ákvað í sum­ar að hætta af­skipt­um af stjórn­mál­um og sagði af sér sem for­sæt­is­ráðherra. Hall­dór mun ekki taka sæti á Alþingi er það kem­ur sam­an í haust.

Siv Friðleifsdóttir óskar Jóni Sigurðssyni til hamingju með sigurinn
Siv Friðleifs­dótt­ir ósk­ar Jóni Sig­urðssyni til ham­ingju með sig­ur­inn Sverr­ir Vil­helms­son
Jón Sigurðsson er nýr formaður Framsóknarflokksins.
Jón Sig­urðsson er nýr formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Sverr­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert