Mögulegt að vestnorrænt fríverslunarsvæði verði myndað

Vestnorrænt fríverslunarsvæði verður hugsanlega myndað.
Vestnorrænt fríverslunarsvæði verður hugsanlega myndað. mbl.is

Árs­fund­ur Vestn­or­ræna ráðsins var í Fær­eyj­um í dag og sam­kvæmt álykt­un sem samþykkt var eiga rík­is­stjórn­ir Íslands, Fær­eyja og Græn­lands að kanna mögu­leik­ann á aðild Græn­lands að nýj­um fríversl­un­ar­samn­ingi Íslands og Fær­eyja, svo­kölluðum Hoy­vík­ur-samn­ingi.

Vestn­or­ræna ráðið er sam­starfs­vett­vang­ur þjóðþinga Íslands, Fær­eyja og Græn­lands.

Hoy­vík­ur-samn­ing­ur­inn er einn víðtæk­asti fríversl­un­ar­samn­ing­ur sem gerður hef­ur verið og mun í raun leiða til ís­lensks-fær­eysks efna­hags­svæðis þegar hann tek­ur gildi síðar á ár­inu.

Heima­markaður Íslands mun þá stækka um 50.000 manns. Í samn­ingn­um er sér­stak­lega gert ráð fyr­ir út­víkk­un hans til fleiri hluta kon­ungs­veld­is­ins Dan­merk­ur og vill Vestn­or­rænaráðið að mögu­leik­ar á þátt­töku Græn­lands verði nú kannaðir.

Með þátt­töku Græn­lands yrði í raun til vestn­or­rænt fríversl­un­ar­svæði. Ráðið samþykkti einnig að lönd­in þrjú skuli skipt­ast á launuðum konsúl­um með diplóma­tíska stöðu sem styrkja mundi sam­starf þeirra enn frek­ar.

Á árs­fund­in­um var Jon­ath­an Motz­feld, formaður græn­lenska þings­ins, kjör­inn formaður og Hall­dór Blön­dal, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og Íslands­deild­ar Vestn­or­ræna ráðsins, kjör­inn vara­formaður.

For­seti Norður­landaráðs, Ole Stavad, sagði frá því að for­sæt­is­nefnd­ir Vestn­or­ræna ráðsins og Norður­landaráðs hefðu ákveðið að gera upp­kast að form­leg­um sam­starfs­samn­ingi milli ráðanna tveggja.

Fund­ur­inn samþykkti einnig til­lög­ur þess efn­is styrkja skuli sam­starf þjóðanna í ferðamál­um og í bar­áttu gegn reyk­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert